Ferill 377. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 394  —  377. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um aðgerðir í þágu barna.

Frá Elsu Láru Arnardóttur.


     1.      Hyggst ráðherra vinna að því með ríkisstofnunum að stytta biðlista og efla úrræði tengd sálrænum og geðrænum vanda barna? Ef svo er, hvernig?
     2.      Stendur til að lögfesta þjónustu félagsmiðstöðva í sveitarfélögum í ljósi þess að rannsóknir sýna fram á þau forvarnaáhrif sem skipulagt frístundastarf hefur?


Skriflegt svar óskast.