Ferill 379. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 397  —  379. mál.
Fyrirspurn


til menningar- og viðskiptaráðherra um menningarsamning við Akureyrarbæ.

Frá Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur.


     1.      Hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar þeirri upphæð sem er í gildandi menningarsamningi milli menningar- og viðskiptaráðuneytisins og Akureyrarbæjar?
     2.      Kemur til greina af hálfu ráðherra að upphæðin í menningarsamningnum við Akureyrarbæ hækki með tilliti til verðlagsþróunar?
     3.      Kemur til greina af hálfu ráðherra, þegar litið er til byggðastefnu og viðurkenningar Akureyrarbæjar sem svæðisborgar, að framlag ríkisins til menningarsamningsins verði 10% af því framlagi sem sambærilegar stofnanir í Reykjavík fá, þ.e. hækki úr 230 millj. kr. í 460 millj. kr. á árinu 2023?


Skriflegt svar óskast.