Ferill 238. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 404  —  238. mál.




Svar


matvælaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um ferðakostnað og dagpeninga ráðherra.


     1.      Hver er frá og með árinu 2018 árlegur fjöldi utanlandsferða ráðherra, og þeirra sem fóru með málefnasvið hans, vegna starfa á vegum ráðuneytis?
    Samtals fóru ráðherrar atvinnuvegaráðuneytis/matvælaráðuneytis í 25 utanlandsferðir á vegum ráðuneytanna á tímabilinu 2018–2022 og aðrir starfsmenn í 295 utanlandsferðir.

Ráðherrar

Aðrir
2018

10

76
2019 9 138
2020 2 25
2021 2 19
2022 2 37

     2.      Hve háar voru árlegar greiðslur dagpeninga vegna þessara ferða?
    Alls voru greiddir dagpeningar að upphæð 2.499.991 kr. til ráðherra atvinnuvegaráðuneytis/matvælaráðuneytis á tímabilinu 2018–2022 og til annarra starfsmanna voru greiddir dagpeningar að upphæð 46.349.719 kr.

Ráðherrar Aðrir
2018 1.097.575 20.912.334
2019 843.301 16.337.116
2020 164.030 2.285.633
2021 165.161 3.230.273
2022 229.924 3.584.363

     3.      Hversu oft á hverju ári fékk ráðherra 1/3 hluta dagpeninga og hve oft 2/3 hluta?
    Á tímabilinu 2018–2022 fengu ráðherrar atvinnuvegaráðuneytis/matvælaráðuneytis sex sinnum 1/ 3 hluta dagpeninga og 19 sinnum 2/ 3 hluta dagpeninga.

1/3 2/3
2018 1 9
2019 1 8
2020 0 2
2021 2 0
2022 2 0

     4.      Hverjar voru árlegar fjárhæðir vegna hótelgistingar ráðherra annars vegar og hins vegar annars ferðakostnaðar?
    Á tímabilinu 2018–2022 voru greiddar 1.813.920 kr. vegna hótelgistingar ráðherra atvinnuvegaráðuneytis/matvælaráðuneytis og 3.585.390 kr. í flugfargjöld.

Hótel Flug
2018 815.256 1.995.652
2019 224.539 895.371
2020 282.203 191.967
2021 410.500 314.605
2022 81.422 187.795

     5.      Í hversu mörgum tilfellum hvert þessara ára var ráðherra ekið út á flugvöll í bifreiðum ráðuneytis og í hve mörgum tilfellum endurgreiddi ráðherra þann hluta dagpeninga sem ætlaður er til að standa undir þeim hluta ferðakostnaðarins?
    Hefð hefur verið fyrir því að ráðherrum sé ekið út á flugvöll í ráðherrabifreiðum og er litið á það sem öryggismál. Samkvæmt reglum fjármála- og efnahagsráðherra frá 13. ágúst 2021, um greiðslu ferðakostnaðar og önnur starfskjör ráðherra frá árinu 2020, skal ríkið leggja ráðherrum til bifreið til afnota vegna starfa sinna og skal sú bifreið vera sérútbúin með öryggiskerfi og staðsetningarbúnaði. Bifreiðunum skal að jafnaði ekið af sérstökum bifreiðastjóra sem sinnir jafnframt hlutverki öryggisvarðar hlutaðeigandi ráðherra. Í ofangreindum reglum er ekki gert ráð fyrir breytingum á dagpeningum til ráðherra vegna þessara akstursráðstafana.

     6.      Hversu oft og hve háar voru árlegar endurgreiðslur ráðherra vegna styrkja og hvers konar hlunninda sem ráðherra naut erlendis og eiga samkvæmt reglum ferðakostnaðarnefndar að koma til frádráttar almennum dagpeningagreiðslum?
    Ekki hefur tíðkast að starfsmenn, þ.m.t. ráðherrar, þurfi að gera grein fyrir þeim hlunnindum sem þeir njóta á ferðum erlendis. Ekkert hefur verið um styrki á ferðalögum ráðherra eða annars starfsfólks ráðuneytanna á ferðalögum erlendis.

     7.      Ef við á, hvenær komst hefð á að leggja sérstakt mat á umfang hlunninda í ferðum ráðherra?
    Sjá svar við 6. tölul.

     8.      Ef við á, til hvaða aðgerða hefur verið gripið vegna ofgreiddra dagpeninga áður en farið var að leggja sérstakt mat á umfang hlunninda samkvæmt reglum um ferðakostnað og dagpeninga?
    Sjá svar við 6. tölul.