Ferill 388. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 416  —  388. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um útgreiðslu séreignarsparnaðar til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega.

Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.


     1.      Hversu margir örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar hafa óskað eftir því hjá Skattinum að útgreiðsla séreignarsparnaðar á grundvelli ákvæðis til bráðabirgða VIII í lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, sé skráð í reit 143 í skattframtali?
     2.      Hversu margir hafa fengið slíka leiðréttingu og vegna hversu mikilla útgreiðslna? Svar óskast sundurliðað eftir útgreiðslum áranna 2020 og 2021.
     3.      Hversu mörgum hefur verið synjað um slíka leiðréttingu og vegna hversu mikilla útgreiðslna? Svar óskast sundurliðað eftir útgreiðslum áranna 2020 og 2021.


Skriflegt svar óskast.