Ferill 389. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 418  —  389. mál.
Fyrirspurn


til innviðaráðherra um stofnvegi.

Frá Helga Héðinssyni.


     1.      Hversu margir kílómetrar að lengd eru stofnvegir landsins?
     2.      Hversu margir kílómetrar af stofnvegum landsins eru enn án bundins slitlags? Svar óskast sundurliðað eftir vegum.
     3.      Hvenær er áætlað að ljúka lagningu bundins slitlags á þeim stofnvegum þar sem er eftir að leggja bundið slitlag?
     4.      Er vilji til að setja framkvæmdir við stofnvegi í forgang við endurskoðun samgönguáætlunar?


Skriflegt svar óskast.