Ferill 330. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 440  —  330. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Evu Sjöfn Helgadóttur um sérhæfða endurhæfingargeðdeild.


     1.      Hver er meðalinnlagnartíminn á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild?

Ár útskriftar Meðallegutími
2017 159,71
2018 61,95
2019 172,14
2020 135,19
2021 82,68

     2.      Hversu margir hafa verið í innlögn að meðaltali á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild í hverjum mánuði sl. fimm ár? Óskað er eftir sundurliðun eftir mánuðum.

Mánuður 2017 2018 2019 2020 2021
Janúar 10 11 10 12 10
Febrúar 11 11 11 10 9
Mars 10 11 10 8 8
Apríl 11 11 11 7 8
Maí 10 10 10 9 9
Júní 11 11 10 11 9
Júlí 11 12 11 11 8
Ágúst 11 11 11 8 9
September 11 11 10 8 8
Október 11 11 11 8 9
Nóvember 11 10 11 9 8
Desember 11 10 11 10 9

     3.      Hversu margir hafa látist meðan á innlögn stendur á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild sl. 10 ár? Óskað er eftir sundurliðun eftir hverju ári og ástæðu hvers andláts.
    Eitt andlát varð árið 2019, sjálfsvíg sjúklings sem var í leyfi.


     4.      Hversu margir hafa hlotið meiðsl meðan á innlögn stendur á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild sl. 5 ár? Óskað er eftir sundurliðun eftir hverju ári og ástæðu meiðsla.
    Landspítali gerði leit í skráðum atvikum á deildinni og fundust eftirfarandi atvik þar sem meiðsl voru skráð.

Ár Fjöldi sjúklinga Ástæða meiðsla
2017 Einn sjúklingur Aðsvif, fall í kjölfarið og skurður fyrir neðan neðri vör.
2018 Einn sjúklingur þar sem meiðsli voru skráð fjórum sinnum Sjálfsvígstilraun. Sjálfsskaði með skurð á framhandlegg. Sjálfsskaði á framhandlegg, grunnir skurðir með rakvélarblaði. Skurðir á framhandlegg. Skurðir á framhandlegg.
2019 Einn sjúklingur Sjálfsskaði, rispur á handlegg.
2020 Tveir sjúklingar Skurður á læri eftir klifur yfir girðingu við deild. Hurð brotnaði af fataskáp og datt á höfuð sjúklings sem fékk sár á enni.
2021 Einn sjúklingur Sjálfsskaðandi hegðun, klóraði sig og barði í höfuð og bringu.

     5.      Hversu margir einstaklingar hafa verið í þvingaðri lyfjagjöf meðan á innlögn á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild hefur staðið sl. 5 ár? Óskað er eftir sundurliðun eftir fjölda í hverjum mánuði og hlutfalli einstaklinga sem hafa verið í þvingaðri lyfjagjöf af heildarfjölda innlagðra sjúklinga.
    Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala eru allar skráningar um þvingaða lyfjagjöf gerðar beint í sjúkraskrá sjúklings. Eins og staðan er í dag þá býður sjúkraskráarkerfið ekki upp á að hægt sé á einfaldan máta að taka út umbeðnar upplýsingar en beðið er eftir nýju skráningarkerfi um þvingandi meðferð frá embætti landlæknis. Geðþjónusta Landspítala er að leita leiða hvernig hægt sé í núverandi kerfi að ná út upplýsingum á einfaldari máta.

     6.      Hversu oft sl. 5 ár hefur starfsfólk sérhæfðrar endurhæfingargeðdeildar beitt sjúklinga einhvers konar nauðung inni á deildinni? Óskað er eftir sundurliðun eftir fjölda tilvika fyrir hvert ár og eftir ástæðum beitingar nauðungar.
    Þvingandi meðferð og ástæður hennar eru skráðar beint í sjúkraskrá sjúklings. Eins og staðan er í dag þá býður sjúkraskráarkerfið ekki upp á að hægt sé á einfaldan máta að taka út umbeðnar upplýsingar en beðið er eftir nýju skráningarkerfi um þvingandi meðferð frá embætti landlæknis. Geðþjónusta Landspítala er að leita leiða hvernig hægt sé í núverandi kerfi að ná út upplýsingum á einfaldari máta.