Ferill 402. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 448  —  402. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um jafnréttis- og kynfræðslu.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Hvað líður þeim markmiðum sem sett eru fram í lið D.1. Heilsuefling í menntastefnu fyrir árin 2021–2030, sbr. þingsályktun nr. 16/151, að því er varðar jafnréttissjónarmið og kynfræðslu sem fjallað er um í greinargerð með þingsályktunartillögunni?
     2.      Hver er staðan á innleiðingu jafnréttis sem grunnstoðar á öllum skólastigum samkvæmt aðalnámskrám allra skólastiga frá 2011? Hefur sú innleiðing leitt til frekari jafnréttiskennslu óháð skólastigum?
     3.      Hver er staðan á innleiðingu tillagna starfshóps um markvissa kennslu um kynheilbrigði og ofbeldisforvarnir í grunn- og framhaldsskólum?
     4.      Er áhersla á jafnréttis- og kynfræðslu sem og kynheilbrigði hluti af þeirri endurskoðun á stuðningi við skólastarf sem ráðherra hefur boðað?


Skriflegt svar óskast.