Ferill 410. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 458  —  410. mál.




Fyrirspurn


til menningar- og viðskiptaráðherra um listamannalaun.

Frá Orra Páli Jóhannssyni.


     1.      Kemur til álita af hálfu ráðherra að fjölga mánuðum við úthlutun starfslauna með breytingum á lögum um listamannalaun, nr. 57/2009, í áföngum á 2–3 árum?
     2.      Telur ráðherra tilefni til að ráðast í endurskoðun á lögum um listamannalaun með tilliti til fjölda úthlutunarmánaða og mannfjöldaþróunar?
     3.      Hver er hlutfallsleg skipting starfslauna listamanna eftir listgreinum?
     4.      Telur ráðherra að gildandi lög nái nægilega utan um fjölgun listamanna sem sækja um listamannalaun, til að mynda innan ákveðinna listgreina?
     5.      Kemur til álita af hálfu ráðherra að fjölga starfsgreinum sem heyra undir listamannalaun?
     6.      Hver er aukning gildra umsókna um listamannalaun frá því að úthlutunarmánuðum var síðast fjölgað? Aukning vegna aðgerða sökum heimsfaraldurs kórónuveirunnar óskast undanskilin í svarinu.


Skriflegt svar óskast.