Ferill 411. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 459  —  411. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um útboðsskyldu.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hversu margir þjónustusamningar eru í gildi hjá opinberum fyrirtækjum og stofnunum sem eru yfir viðmiðunarfjárhæð um útboðsskyldu í virði en hafa ekki verið boðnir út samkvæmt lögum um opinber innkaup, nr. 120/2016? Svar óskast sundurliðað eftir fyrirtækjum, stofnunum og samningum.
     2.      Hefur verið skoðað að veita þjónustufyrirtækjum einhver úrræði til að koma ábendingum á framfæri til stjórnsýslunnar þegar opinber fyrirtæki og stofnanir standa ekki við útboðsskyldu sína?


Skriflegt svar óskast.