Ferill 416. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 465  —  416. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um eigandastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki.

Frá Eyjólfi Ármannssyni.


     1.      Hvernig hafa ráðherra, Bankasýsla ríkisins og stjórnarmenn, sem sitja í stjórn fjármálafyrirtækja fyrir hönd ríkissjóðs, sinnt eftirliti með fjármálafyrirtækjum og unnið að markmiði um að stuðla að samkeppni á fjármálamarkaði, sbr. b-lið kafla 1.1 í eigandastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki?
     2.      Hafa fyrrgreindir aðilar leitað leiða til að tryggja almenningi betri lána- og vaxtakjör hjá fjármálafyrirtækjum í krafti eigandavalds ríkisins?
     3.      Hvað hefur verið gert til að stuðla að samkeppni og gagnsæi, svo sem með einfaldari og samanburðarhæfari framsetningu á verðskrám bankanna?


Skriflegt svar óskast.