Ferill 420. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 474  —  420. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um brottvísanir umsækjenda um alþjóðlega vernd.

Frá Þórunni Sveinbjarnardóttur.


     1.      Hversu mörgum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd frá upphafi árs 2020 til dagsins í dag?
     2.      Hversu mörgum umsækjendum um alþjóðlega vernd hefur verið synjað um efnismeðferð frá upphafi árs 2020 til dagsins í dag?
     3.      Hversu margar umsóknir hafa verið metnar bersýnilega tilhæfulausar frá upphafi árs 2020 til dagsins í dag?
     4.      Hversu margir umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa yfirgefið landið eftir synjun á umsókn frá upphafi árs 2021 til dagsins í dag?
     5.      Hversu margar brottvísanir hafa farið fram með lögreglufylgd frá upphafi árs 2021 til dagsins í dag, tilgreint eftir heimaríki/viðtökuríki, og hversu margar þeirra fóru fram með lögreglufylgd:
                  a.      alla leið til heimaríkis/viðtökuríkis,
                  b.      hluta af leið til heimaríkis/viðtökuríkis?
     6.      Hversu margar brottvísanir til Grikklands hafa verið framkvæmdar árið 2022?
     7.      Hversu margar brottvísanir til Ungverjalands hafa verið framkvæmdar frá upphafi árs 2021 til dagsins í dag?
     8.      Hversu mörgum börnum hefur Útlendingastofnun tekið ákvörðun um að vísa til Ítalíu á grundvelli 36. gr. útlendingalaga, nr. 80/2016, frá upphafi árs 2021?
     9.      Hver er heildarkostnaður lögreglu vegna brottvísana og fylgdar úr landi frá upphafi árs 2021 til dagsins í dag að kostnaði vegna aðgerða innan lands meðtöldum?


Skriflegt svar óskast.