Ferill 421. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 475  —  421. mál.
Fyrirspurn


til matvælaráðherra um fiskiprófun fyrir erlend skip innan íslenskrar lögsögu.

Frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur.


    Hyggst ráðherra styðja við nýsköpun í sjávarútvegi með því að heimila, undir handleiðslu starfsmanna Fiskistofu, framkvæmd á svokallaðri fiskiprófun fyrir erlend skip innan íslenskrar lögsögu?


Skriflegt svar óskast.