Ferill 422. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 476  —  422. mál.




Fyrirspurn


til matvælaráðherra um kostnaðar- og ábatagreiningar vegna skógræktarverkefna.

Frá Orra Páli Jóhannssyni.


     1.      Hafa verið gerðar kostnaðar- og ábatagreiningar á stórum skógræktarverkefnum, skógræktaráætlunum, nytja- eða landgræðsluskógaverkefnum sem njóta framlaga úr ríkissjóði? Ef svarið er nei, hver er skýringin á því? Ef svarið er já, er þess óskað að tilgreindar séu í svari helstu niðurstöður þeirra greininga og hvort og þá hvaða áhrif þær hafi haft á framsetningu og umfang áætlana og/eða framgang verkefna.
     2.      Hvaða reiknivextir eru notaðir þegar mat er lagt á ávinning af skógræktaráætlunum, nytjaskógum og stærri skógræktarverkefnum? Á hvaða grundvelli er ákvörðun um reiknivexti tekin? Er miðað við markaðsvexti eða einhverja aðra vaxtatölu?
     3.      Hefur mat á þjóðhagslegri arðsemi skógræktarverkefna verið metin? Ef svo er ekki, hvers vegna?
     4.      Hafa verið gerðar greiningar á samfélagslegum áhrifum skógræktaráætlana?
     5.      Hvaða forsendur liggja til grundvallar verðmati á landi sem nýtt er til skógræktar?


Skriflegt svar óskast.