Ferill 423. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 477  —  423. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um viðbrögð við greiningu á alvarlegum sjúkdómi við vísindarannsókn.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur.


    Hvaða ferli fer í gang til að bregðast við ef alvarlegur sjúkdómur, þ.m.t. erfðabreytileiki sem yfirgnæfandi líkur eru á að leiði til alvarlegs sjúkdóms, sem hægt er að bregðast við, greinist fyrir tilviljun við framkvæmd vísindarannsóknar á mönnum eða við framkvæmd gagnarannsóknar?


Skriflegt svar óskast.