Ferill 425. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 484  —  425. mál.
Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um skerðingu réttinda almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar.

Frá Guðmundi Inga Kristinssyni.


     1.      Hverjar eru skerðingarreglur einstakra réttindaflokka laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, og laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007?
     2.      Hve mikið hafa greiðslur úr ríkissjóði til einstaklinga lækkað vegna reglnanna á ári hverju undanfarin þrjú ár og hvernig skiptast þær fjárhæðir milli réttindaflokka?


Skriflegt svar óskast.