Ferill 427. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 486  —  427. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um stöðu barnungra mæðra gagnvart heilbrigðiskerfinu.

Frá Jódísi Skúladóttur.


     1.      Fá barnungar mæður sérhæfðan stuðning vegna aukinnar heilsufarslegrar áhættu á meðgöngu og eftir meðgöngu umfram mæður eldri en 18 ára? Ef svo er, er sú þjónusta veitt til jafns eftir búsetu móður?
     2.      Hvert er ákvörðunarvald ungrar móður þegar kemur að heilsufarslegum ákvörðunum tengdum barni hennar ef barnið þarfnast sérhæfðrar læknisþjónustu, t.d. vegna langvarandi veikinda?


Skriflegt svar óskast.