Ferill 341. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 505  —  341. mál.




Svar


félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Jóhanni Páli Jóhannssyni um foreldraorlof.

     1.      Hve margir foreldrar hafa nýtt sér réttinn til töku foreldraorlofs á árunum 2021 og 2022, skipt eftir kyni?
    Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun bárust stofnuninni á árinu 2021 alls 13 afrit af tilkynningum um töku foreldraorlofs, sbr. 2. mgr. 46. gr. laga nr. 144/2020, um fæðingar- og foreldraorlof, þar af fjórar vegna foreldraorlofs karla og níu vegna foreldraorlofs kvenna.
    Það sem af er árinu 2022 hafa níu afrit af tilkynningum um töku foreldraorlofs borist Vinnumálastofnun, sbr. 2. mgr. 46. gr. laga nr. 144/2020, um fæðingar- og foreldraorlof, þar af ein vegna foreldraorlofs karls og átta vegna foreldraorlofs kvenna.

     2.      Hver var meðalfjöldi daga sem nýttur var, skipt eftir kyni?

    Í meðfylgjandi töflu má sjá meðalfjölda tekinna foreldraorlofsdaga árið 2021 og það sem af er árinu 2022 samkvæmt þeim afritum af tilkynningum um töku foreldraorlofs sem borist hafa Vinnumálastofnun á umræddu tímabili, sbr. 2. mgr. 46. gr. laga nr. 144/2020, um fæðingar- og foreldraorlof, greint eftir kyni.

Karlar Konur
Ár 2021 2022 2021 2022
Meðalfjöldi daga 60,5 30 61 64,6
                        Heimild: Vinnumálastofnun.