Ferill 460. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 540  —  460. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um börn á flótta.

Frá Eydísi Ásbjörnsdóttur.


     1.      Hversu mörg börn hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi á árinu 2022? Svar óskast sundurliðað eftir því hvort um fylgdarlaus börn er að ræða eða börn umsækjenda um alþjóðlega vernd.
     2.      Hve mörg þeirra hafa fengið vernd?
     3.      Hve mörgum hefur verið vísað frá?
     4.      Hve mörg hafa verið flutt úr landi og til hvaða landa?
     5.      Hver eru upprunalönd barna sem hafa fengið alþjóðlega vernd á árinu?
     6.      Hver eru upprunalönd barna sem hefur verið synjað um vernd?
     7.      Hver eru upprunalönd barna sem hafa verið flutt úr landi?


Skriflegt svar óskast.