Ferill 463. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 543  —  463. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um skólavist barna á flótta.

Frá Eydísi Ásbjörnsdóttur.


     1.      Hve mörg börn á flótta hafa beðið lengur en þrjár vikur eftir að hefja grunnskólagöngu á árinu 2022?
     2.      Hver er lengsti biðtími barna á flótta eftir að hefja grunnskólagöngu á árinu 2022?
     3.      Hve mörg börn á flótta bíða nú eftir skólavist í grunnskóla, hve lengi hafa þau beðið og í hvaða sveitarfélagi eru þau búsett?


Skriflegt svar óskast.