Ferill 466. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 546  —  466. mál.
Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um samstarf við fjármála- og efnahagsráðuneytið í tengslum við endurskoðun landbúnaðarsamnings Íslands og Evrópusambandsins.

Frá Högna Elfari Gylfasyni.


     1.      Er samstarf milli fjármála- og efnahagsráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins vegna misræmis á útflutningstölum ESB og Íslands og þá einkum í tengslum við samningaviðræður Íslands og ESB um endurskoðun landbúnaðarsamnings Íslands og ESB sem nú standa yfir?
     2.      Liggur fyrir viðræðuáætlun við ESB um endurskoðun landbúnaðarsamnings Íslands og ESB?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Í úttekt frá 2021 sem framkvæmd var á vegum utanríkis- og þróunarsamvinnuráðuneytisins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á hagsmunum Íslands samkvæmt EES-samningnum kemur fram að misræmi sé milli inn- og útflutningstalna og að misræmið gefi ranga mynd af stöðu utanríkisviðskipta og skekki samkeppnisstöðu bænda ásamt því að hafa áhrif á tekjuöflun ríkissjóðs.