Ferill 470. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 551  —  470. mál.
Fyrirspurn


til innviðaráðherra um landslagsgreiningu, flokkun landbúnaðarlands og sjálfbæra matvælaframleiðslu.

Frá Eydísi Ásbjörnsdóttur.


     1.      Er hafin vinna við landslagsgreiningu til framtíðar með tilliti til sjálfbærrar matvælaframleiðslu og ræktunar? Ef svo er, hver er staða þeirrar vinnu?
     2.      Hver er stefna og framtíðarsýn stjórnvalda varðandi flokkun landbúnaðarlands, m.a. í tengslum við sjálfbæra matvælaframleiðslu?
     3.      Hvernig er það tryggt að landsvæði sem fýsilegt er til sjálfbærrar matvælaframleiðslu sé ekki ráðstafað til annarra nota sem þrengir að matvælaframleiðslu, svo sem skógræktar eða endurheimtar votlendis?


Skriflegt svar óskast.