Ferill 471. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 553  —  471. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um útselda vinnu sérfræðinga Stjórnarráðsins og opinberra háskóla.

Frá Eyjólfi Ármannssyni.


     1.      Hver er stefna ríkisstjórnarinnar um heimildir opinberra starfsmanna til að taka að sér önnur störf og verktöku og hvaða reglur gilda um slíkt?
     2.      Hefur verið kannað hve margir sérfræðinga Stjórnarráðsins og opinberra háskóla selja vinnu sína til annarra aðila, svo sem með ráðgjöf, verktöku og skýrslugerðum? Hve margir gera það? Óskað er eftir sundurliðun eftir fagsviðum, fjölda verkefna og fjárhæðum greiðslna vegna útseldrar vinnu.
     3.      Hvernig er hagsmunaskráningu sérfræðinga Stjórnarráðsins og opinberra háskóla háttað og hvernig er tryggt að aukastörf þeirra skaði ekki óhæði þeirra? Eru reglurnar sambærilegar því sem gildir annars staðar Norðurlöndum?


Skriflegt svar óskast.