Ferill 472. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 554  —  472. mál.
Fyrirspurn


til matvælaráðherra um endurheimt votlendis á ríkisjörðum.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Á hversu mörgum ríkisjörðum er framræst votlendi?
     2.      Hversu mikil er áætluð losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim ríkisjörðum?
     3.      Hversu mikið votlendi (fjöldi hektara) væri hægt að endurheimta á þeim jörðum án þess að raska t.d. matvælaframleiðslu?
     4.      Hversu mikið af framræstu votlendi í eigu ríkisins er búið að endurheimta og hvað stöðvaði það losun á mörgum tonnum af CO2-ígildum?
     5.      Hvað er búið að verja miklum upphæðum í að endurheimta votlendi á ríkisjörðum?
     6.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að endurheimta votlendi á ríkisjörðum mun hraðar en nú er til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda?


Skriflegt svar óskast.