Ferill 474. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 556  —  474. mál.
Fyrirspurn


til forsætisráðherra um úrskurðarvald stofnana ríkisins.

Frá Högna Elfari Gylfasyni.


     1.      Hversu margar stofnanir ríkisins hafa úrskurðarvald í málefnum almennings og fyrirtækja án þess að hægt sé að áfrýja úrskurði til æðra stjórnsýslustigs eða ráðherra? Hverjar eru þessar stofnanir?
     2.      Telur ráðherra eðlilegt að ókjörnir embættismenn ríkisstofnana hafi slíkt vald?
     3.      Mun ráðherra beita sér fyrir því að fólk og fyrirtæki sem sæta þurfa slíkum stjórnvaldsákvörðunum embættismanna stofnana ríkisins fái gjafsókn fyrir dómstólum?

 
Skriflegt svar óskast.