Ferill 239. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 562  —  239. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um ferðakostnað og dagpeninga ráðherra.


     1.      Hver er frá og með árinu 2018 árlegur fjöldi utanlandsferða ráðherra, og þeirra sem fóru með málefnasvið hans, vegna starfa á vegum ráðuneytis?
    Á árinu 2018 fór heilbrigðisráðherra velferðarráðuneytisins fjórum sinnum til útlanda. Á árinu 2019 fór heilbrigðisráðherra tvisvar sinnum til útlanda og þrisvar sinnum það sem af er á árinu 2022.

     2.      Hve háar voru árlegar greiðslur dagpeninga vegna þessara ferða?
    Árlegar greiðslur dagpeninga vegna þessara ferða voru 215.841 kr. á árinu 2018, 89.570 kr. á árinu 2019 og 319.418 kr. á árinu 2022.

     3.      Hversu oft á hverju ári fékk ráðherra 1/3 hluta dagpeninga og hve oft 2/3 hluta?
    Á árinu 2018 fékk ráðherra fjórum sinnum greidda 2/ 3 hluta dagpeninga og á árinu 2019 fékk hann tvisvar sinnum greidda 2/ 3 hluta dagpeninga.

     4.      Hverjar voru árlegar fjárhæðir vegna hótelgistingar ráðherra annars vegar og hins vegar annars ferðakostnaðar?
    Árlegar fjárhæðir hótelgistingar og annars kostnaðar frá og með árinu 2018 og það sem af er á árinu 2022 eru með eftirfarandi hætti.

2018 2019 2020 2021 2022
Gisting 196.520 79.678 0 0 63.169
Flug og annar kostnaður 164.026 78.593 0 0 578.704

     5.      Í hversu mörgum tilfellum hvert þessara ára var ráðherra ekið út á flugvöll í bifreiðum ráðuneytis og í hve mörgum tilfellum endurgreiddi ráðherra þann hluta dagpeninga sem ætlaður er til að standa undir þeim hluta ferðakostnaðarins?
    Ráðherra er jafnan ekið á flugvöll í ráðherrabifreið í samræmi við reglur sem snúa m.a. að áhættumati og öryggissjónarmiðum, nema ráðherra kjósi það ekki. Í þeim tilvikum er ekki dregið af dagpeningum.

     6.      Hversu oft og hve háar voru árlegar endurgreiðslur ráðherra vegna styrkja og hvers konar hlunninda sem ráðherra naut erlendis og eiga samkvæmt reglum ferðakostnaðarnefndar að koma til frádráttar almennum dagpeningagreiðslum?
    Ráðuneytið leggur ekki mat á umfang hlunninda eða styrkja enda ekki litið svo á að um slíkt hafi verið að ræða í ferðum ráðherra og því ekki verið ástæða til endurgreiðslna vegna þessa.
     7.      Ef við á, hvenær komst hefð á að leggja sérstakt mat á umfang hlunninda í ferðum ráðherra?
    Sjá svar við fyrri spurningu.

     8.      Ef við á, til hvaða aðgerða hefur verið gripið vegna ofgreiddra dagpeninga áður en farið var að leggja sérstakt mat á umfang hlunninda samkvæmt reglum um ferðakostnað og dagpeninga?
    Ef um ofgreidda dagpeninga er að ræða hvort sem er í tilviki ráðherra eða annarra starfsmanna þá er ávallt krafist endurgreiðslu á þeim hlut sem ofgreiddur var.