Ferill 479. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 566  —  479. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um frestun réttaráhrifa.

Frá Daníel E. Arnarssyni.


     1.      Eru innheimt gjöld vegna afhendingar gagna sem varða stöðu mála þegar óskað er eftir frestun réttaráhrifa í tilfellum einstaklinga sem sótt hafa um alþjóðlega vernd? Ef já, hver eru gjöldin og á hvaða forsendum eru þau innheimt?
     2.      Hver er staða gjafsókna þegar kemur að málefnum er tengjast fólki sem leitar að alþjóðlegri vernd? Óskað er gagna sem sýna fjölda gjafsókna á árunum 2017–2022 vegna þessa.
     3.      Hver er afstaða ráðherra varðandi birtingu úrskurða kærunefndar útlendingamála um frestun réttaráhrifa?
     4.      Hver er afstaða ráðherra til þess að beiðni aðila um frestun réttaráhrifa sé send kærunefnd útlendingamála sem á sama tíma hefur úrskurðarvald um það hvort viðkomandi aðili hljóti vernd?
     5.      Kemur til álita af hálfu ráðherra að breyta fyrirkomulagi um frestun réttaráhrifa svo að slíkar beiðnir fari fyrir óháða nefnd eða héraðsdóm í stað kærunefndar útlendingamála?


Skriflegt svar óskast.