Ferill 480. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Prentað upp.

Þingskjal 567  —  480. mál.
Ráðherra.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um líftryggingar einstaklinga sem greinst hafa með langvarandi sjúkdóm.

Frá Daníel E. Arnarssyni.

     1.      Eru einhver lagaákvæði eða tilmæli sem kveða á um skyldu tryggingafélaga til að veita einstaklingum sem greinst hafa með langvarandi sjúkdóm, til að mynda HIV eða sykursýki, en eru á lyfjum sem tryggja eðlilegt líf, líftryggingar á sambærilegu verði og gerist almennt?
     2.      Kemur til álita af hálfu ráðherra að setja leiðbeinandi viðmið um verð líftrygginga til einstaklinga sem eru á lyfjum við langvarandi sjúkdómi, svo sem HIV eða sykursýki, til að forðast mismunun í verðlagi líftrygginga?


Skriflegt svar óskast.