Ferill 481. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 568  —  481. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um samvinnu barnaverndar og sýslumanna í umgengnismálum.


Frá Daníel E. Arnarssyni.


     1.      Hvernig er verklagi vegna samvinnu barnaverndar og sýslumannsembætta háttað í málum sem varða umgengni og forsjá í þeim tilfellum þar sem barnaverndarnefnd hefur frumkvæði að því að kæra forsjár- eða umgengnisforeldri fyrir ofbeldi gegn barni?
     2.      Er til verklag og/eða leiðbeiningar hjá stjórnvöldum, til að mynda sýslumannsembættum, er varðar umgengni og forsjá í þeim tilfellum þar sem foreldri hefur verið kært fyrir ofbeldi gegn barni? Nær slíkt verklag og/eða leiðbeiningar til þeirra tilfella þar sem foreldri hefur verið dæmt fyrir ofbeldi gegn barni? Ef nei, kemur til álita af hálfu ráðherra að hefja vinnu við gerð slíks verklags og/eða leiðbeininga?


Skriflegt svar óskast.