Ferill 482. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 569  —  482. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um túlkaþjónustu umsækjenda um alþjóðlega vernd.

Frá Daníel E. Arnarssyni.


     1.      Hverjar eru starfsreglur og/eða ferlar Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála þegar kemur að túlkaþjónustu annars vegar vegna viðtala hjá stofnunum og beinum samskiptum þeirra við umsækjendur um alþjóðlega vernd og hins vegar vegna samskipta á milli umsækjenda og talsmanna?
     2.      Kemur til álita af hálfu ráðherra að umsækjendur um alþjóðlega vernd geti valið sér túlk sjálfir vegna málsmeðferðar stjórnvalda? Ef svo, hvaða skilyrði yrðu sett fyrir því?
     3.      Hvaða úrræði eru fyrir hendi þegar vandkvæði verða á túlkaþjónustu við málsmeðferð umsækjenda um alþjóðlega vernd, þ.e. ef aðili áttar sig á að túlkun er ekki fullnægjandi eða gerir athugasemd við störf túlks?


Skriflegt svar óskast.