Ferill 486. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 576  —  486. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um lagaheimildir fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Telur ráðherra að Fjármálaeftirlitið hafi lagaheimildir til að rannsaka embættisfærslu fjármála- og efnahagsráðherra, en ráðherra fer með málefni Fjármálaeftirlitsins, sbr. 15. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019?
     2.      Hefur Fjármálaeftirlitið einhverjar heimildir til að rannsaka ákvarðanir og ábyrgð fjármála- og efnahagsráðherra í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka?
     3.      Hefur Fjármálaeftirlitið að lögum einhverjar heimildir til að rannsaka starfsemi Bankasýslu ríkisins?


Skriflegt svar óskast.