Ferill 488. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 579  —  488. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um þyrluvaktir Landhelgisgæslunnar.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu oft hefur sú staða komið upp á undanförnum þremur árum að engin áhöfn sé á vakt til að fljúga þyrlum Landhelgisgæslunnar? Þess er óskað að fram komi dagsetning, hversu lengi það ástand hafi varað hverju sinni og að tilgreindar séu ástæður þess að engin áhöfn hafi verið á vakt.
     2.      Hversu oft hafa komið upp neyðartilvik við þær aðstæður þannig að nauðsynlegt hafi verið að kalla þyrlusveitina út sérstaklega? Hversu mikið seinkar viðbragði í slíkum tilvikum?


Skriflegt svar óskast.