Ferill 489. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 580  —  489. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um biðtíma eftir afplánun í fangelsum landsins.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Til hvaða aðgerða hyggst ráðherra grípa til að stytta langa biðlista eftir afplánun í fangelsum landsins?
     2.      Er að mati ráðherra hægt að stytta biðtíma eftir afplánun með öðrum leiðum en auknum fjárveitingum til Fangelsismálastofnunar?
     3.      Hver hefur verið meðalbiðtími þeirra 279 karla og 38 kvenna sem biðu eftir afplánun í lok september 2022, sbr. svar ráðherra á þskj. 532 á yfirstandandi þingi?
     4.      Hver er heildarfjöldi fangelsisrýma í landinu? Hver er viðbúin nýting þeirra á næsta ári?
     5.      Hvaða áhrif hafa stórar sakamálarannsóknir þar sem margir sæta gæsluvarðhaldi á biðlista í fangelsum landsins?
     6.      Hver hefur þróun fjárveitinga til Fangelsismálastofnunar verið frá 2008 og til dagsins í dag? Hversu mörg ár hefur Fangelsismálastofnun sætt kröfu um niðurskurð frá árinu 2008?
     7.      Hefur Fangelsismálastofnun síðla hluta þessa árs hætt að boða fanga til afplánunar vegna bágrar fjárhagsstöðu fangelsa landsins? Ef svo er, telur ráðherra þá stöðu boðlega fyrir íslenskt samfélag?
     8.      Telur ráðherra forsvaranlegt að opin úrræði á borð við Sogn þurfi að hætta starfsemi vegna þess að fjármagn til reksturs þeirra skortir?


Skriflegt svar óskast.