Ferill 491. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 589  —  491. mál.
Fyrirspurn


til forsætisráðherra um skekkju í mannfjölda samkvæmt þjóðskrá.

Frá Jóhanni Friðriki Friðrikssyni.


     1.      Hvers vegna var mannfjöldi á Íslandi talinn minni samkvæmt þjóðskrá árið 2021 en í manntali Hagstofu Íslands fyrir sama ár, svo að skakkaði tæplega tíu þúsundum manna?
     2.      Hvaða þýðingu hefur skekkja þessi haft fyrir stjórnsýslu og greiningu á vegum hennar, t.d. að því er snertir húsnæðisþörf?
     3.      Í hvaða sveitarfélögum var skekkjan mest?
     4.      Hver er ástæða þess að manntal er ekki framkvæmt árlega?


Skriflegt svar óskast.