Ferill 493. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Prentað upp.

Þingskjal 593  —  493. mál.
Leiðréttur texti.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um breytingar á fjárhæðum örorkulífeyris, tekjutryggingar og heimilisuppbótar.

Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.


     1.      Hversu mikið þyrftu fjárhæðir örorkulífeyris, tekjutryggingar og heimilisuppbótar að hækka um næstu áramót, í jöfnum hlutföllum þannig að ekki komi til „krónufalls“-áhrifa, til að samtala þeirra yrði jöfn framfærsluviðmiði næsta árs og enginn þyrfti að fá greidda sérstaka uppbót á lífeyri vegna framfærslu, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga um félagslega aðstoð?
     2.      Hver yrði beinn kostnaður ríkissjóðs af slíkri breytingu á ársgrundvelli?
     3.      Hvaða áhrif má ætla að breytingarnar hafi á tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga?
     4.      Yrðu einhverjir öryrkjar eða endurhæfingarlífeyrisþegar fyrir kjararýrnun ef fyrrnefndir bótaflokkar yrðu hækkaðir með þessum hætti en reglur um framfærsluuppbótina og skerðingu hennar felldar brott?


Skriflegt svar óskast.