Ferill 495. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 595  —  495. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um landsmarkmið í loftslagsmálum.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvenær hyggst ríkisstjórnin endurskoða og styrkja landsmarkmið í loftslagsmálum, líkt og aðildarríki Parísarsamningsins voru hvött til í lokayfirlýsingu COP27 í Sjarm el-Sjeik?
     2.      Í hverju mun slík uppfærsla helst felast, sérstaklega gagnvart loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandinu?
     3.      Hvenær má vænta uppfærslu á aðgerðaáætlun í loftslagsmálum til að endurspegla þann aukna metnað sem nauðsynlegur er?


Skriflegt svar óskast.