Ferill 496. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 596  —  496. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um aðgerðir og baráttu gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


    Hyggst ráðherra bregðast við tilmælum og ábendingum í nýrri skýrslu GREVIO, eftirlitsnefndar Evrópuráðsins með Istanbúl-samningnum, sem felur í sér aðgerðir og baráttu gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum? Ef svo er, hvernig?