Ferill 195. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 601  —  195. mál.




Svar


mennta- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur um kostnað við útgáfu námsgagna.


     1.      Hver er árlegur sundurliðaður kostnaður við útgáfu námsgagna á vegum Menntamálastofnunar frá árinu 2015?
    Menntamálastofnun er skipt niður í þrjú svið og eitt þeirra, miðlunarsvið, sér um útgáfu námsgagna. Kostnaður sviðsins án sértekna, vöruhýsingar og dreifingar er aðgengilegur frá og með bókhaldsárinu 2016 og er eftirfarandi:

Ár Kostnaður millj. kr.
2016 354,9
2017 347,2
2018 338,2
2019 329,6
2020 337,9
2021 345,4
2022 328,7 (áætlun)

     2.      Hefur ráðherra látið framkvæma hagkvæmnisathugun vegna útgáfu námsgagna frá árinu 2015?
    Ekki hefur verið framkvæmd hagkvæmnisathugun vegna útgáfu námsgagna frá árinu 2015.