Ferill 500. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 605  —  500. mál.
Fyrirspurn


til innviðaráðherra um íslensk ökuskírteini.

Frá Guðmundi Inga Kristinssyni.


     1.      Í hvaða löndum er hægt að framvísa íslensku ökuskírteini sem gildri akstursheimild?
     2.      Er hægt að framvísa rafrænu ökuskírteini sem gildum skilríkjum erlendis og þá í hvaða löndum?
     3.      Í hvaða löndum þurfa íslenskir ferðamenn að framvísa alþjóðlegu ökuskírteini til að sýna fram á ökuréttindi?


Skriflegt svar óskast.