Ferill 501. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 606  —  501. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um einstaklinga með tengslaröskun.

Frá Evu Sjöfn Helgadóttur.


     1.      Hver er stefna ráðuneytisins þegar kemur að greiningum barna með tengslaröskun?
     2.      Hversu mörg börn hafa verið greind með tengslaröskun á Íslandi sl. 20 ár? Óskað er eftir sundurliðun eftir árum og aldri barna við greiningu.
     3.      Hafa einstaklingar sem greindir eru með tengslaröskun sömu réttindi og einstaklingar sem greindir eru með einhverfu? Ef ekki, er vinna í gangi hjá ráðuneytinu til að tryggja réttindi þeirra einstaklinga sem eru greindir með tengslaröskun?


Skriflegt svar óskast.