Ferill 502. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 608  —  502. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um fylgdarlaus börn.

Frá Evu Sjöfn Helgadóttur.


     1.      Hversu mörg fylgdarlaus börn hafa sótt um alþjóðlega vernd skv. IV. kafla laga um útlendinga, nr. 80/2016, ár hvert undanfarin 20 ár?
     2.      Hversu mörg fylgdarlaus börn hafa fengið alþjóðlega vernd skv. IV. kafla laga um útlendinga, nr. 80/2016, ár hvert undanfarin 20 ár?
     3.      Hversu mörg þeirra hafa í kjölfarið fengið samþykkt dvalarleyfi annarra fjölskyldumeðlima sinna vegna fjölskyldusameiningar skv. 3. mgr. 45. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016, ár hvert undanfarin 20 ár?
     4.      Hversu mörgum fylgdarlausum börnum sem fengið hafa alþjóðlega vernd skv. IV. kafla laga um útlendinga, nr. 80/2016, hefur verið synjað um endurnýjun á dvalarleyfi sínu skv. 2. mgr. 73. gr. sömu laga ár hvert undanfarin 20 ár?
     5.      Hversu mörgum fylgdarlausum börnum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd ár hvert undanfarin 20 ár?
     6.      Hversu mörgum fylgdarlausum börnum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd ár hvert undanfarin 20 ár á þeim grundvelli að þau væru ekki lengur fylgdarlaus börn því að þau urðu 18 ára meðan á málsmeðferð þeirra stóð?
     7.      Á grundvelli hvaða laga hefur fylgdarlausum börnum verið synjað um alþjóðlega vernd í öðrum tilvikum en þeim sem greinir í 4. tölul. ár hvert undanfarin 20 ár?


Skriflegt svar óskast.