Ferill 503. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 609  —  503. mál.
Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um fylgdarlaus börn.

Frá Evu Sjöfn Helgadóttur.


     1.      Hvernig er háttað móttöku umsækjenda um alþjóðlega vernd sem koma til Íslands sem fylgdarlaus börn? Hver er stefna ráðherra í þeim efnum?
     2.      Býðst hinum fylgdarlausu börnum sem að framan greinir stuðningur eða þjónusta eftir að þau verða 18 ára?
     3.      Er vitað hvernig þeim reiðir af eftir að þau verða 18 ára? Hefur farið fram könnun á möguleikum þeirra til þátttöku í samfélaginu og til náms og starfa í samanburði við aðra íbúa hér á landi?


Skriflegt svar óskast.