Ferill 146. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 659  —  146. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur um nýsköpunarlausnir í loftslagsmálum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hyggst ráðherra nýta tekjur af sölu losunarheimilda til að efla íslenskar, grænar nýsköpunarlausnir í loftslagsmálum?

    Tekjur af sölu losunarheimilda renna beint í ríkissjóð, líkt og aðrar tekjur, án mörkunar til ákveðinna verkefna. Ráðstöfun útgjalda til málefnasviða og málaflokka er ákvörðuð á grunni forgangsröðunar stjórnvalda sem Alþingi afgreiðir í fjármálaáætlun og fjárlögum hvers árs. Fjárveitingar til nýsköpunar og grænna mála hafa aukist á síðustu árum, þar á meðal í gegnum stuðningskerfi fyrir nýsköpunarverkefni íslenskra fyrirtækja sem og í gegnum opinbera styrktarsjóði, en ekki liggja þó fyrir nægilega góðar upplýsingar um hversu mikið fjármagn fer eingöngu í nýsköpunarlausnir sem flokka mætti sem grænar með tilliti til loftslagsáhrifa.