Ferill 524. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 662  —  524. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um rammaáætlun.

Frá Orra Páli Jóhannssyni.


     1.      Hvað líður endurmati þeirra átta virkjunarkosta í biðflokki rammaáætlunar sem í tillögu verkefnisstjórnar þriðja áfanga voru annars vegar í nýtingarflokki og hins vegar verndarflokki? Hefur endurmati þessara virkjunarkosta verið hraðað í meðförum verkefnisstjórnar rammaáætlunar?
     2.      Er horft til allra framkominna virkjunarkosta í neðri hluta Þjórsár, þ.e. Hvammsvirkjunar, Holtavirkjunar og Urriðafossvirkjunar, við mat á samfélagslegum áhrifum fyrirhugaðra virkjana á nærsamfélagið?
     3.      Hvað líður undirbúningi fyrir friðlýsingu svæða gagnvart orkuvinnslu í verndarflokki rammaáætlunar, sbr. 4. mgr. 6. gr. laga um verndar- og orkunýtingaráætlun? Svar óskast sundurliðað eftir svæðum í verndarflokki rammaáætlunar.


Skriflegt svar óskast.