Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 664, 153. löggjafarþing 490. mál: veiðigjald (framkvæmd fyrninga).
Lög nr. 111 30. nóvember 2022.
Þingskjal 664, 153. löggjafarþing 490. mál: veiðigjald (framkvæmd fyrninga).
Lög nr. 111 30. nóvember 2022.
Lög um breytingu á lögum um veiðigjald, nr. 145/2018 (framkvæmd fyrninga).
1. gr.
Í stað 4. málsl. 2. mgr. 5. gr. laganna koma þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Til fasts kostnaðar við fiskveiðar teljast skattalegar fyrningar skipa og skipsbúnaðar. Séu skattalegar fyrningar samtals hærri en 20% af fyrningargrunni að viðbættum 200 millj. kr. skal ríkisskattstjóri dreifa því sem umfram er á næstu fimm ár. Áætluð vaxtagjöld skulu nema sömu fjárhæð og þær fyrningar sem lagðar eru til grundvallar útreikningi á veiðigjaldi á ári hverju.2. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.Samþykkt á Alþingi 29. nóvember 2022.