Ferill 526. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 666  —  526. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um tekjur og gjöld ríkissjóðs.

Frá Guðbrandi Einarssyni.


     1.      Hvað skýrir lækkun tekna ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu?
     2.      Hvað skýrir hinn mikla mun á tekjum og gjöldum ríkissjóðs á árinu 2021?
     3.      Hvert er áætlað hlutfall tekna og gjalda ríkissjóðs af vergri landsframleiðslu á hverju ári á tímabili gildandi fjármálaáætlunar?

Greinargerð.

    Á síðustu 20 árum hafa tekjur ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu verið að meðaltali 35,2% og gjöld 36,2%. Milli áranna 2001 og 2016 höfðu tekjur farið hæst í 48,3% en lægst í 32,2%. Á sama tímabili höfðu gjöldin farið hæst í 51,7% en lægst í 32,5%. Frá árinu 2016 hafa tekjur hins opinbera sem hlutfall af VLF lækkað nokkuð stöðugt og stóðu í 29,2% árið 2021, sem er lægra en nokkurt annað ár á tímabilinu. Á móti námu gjöld sama ár 36,4% af VLF.


Skriflegt svar óskast.