Ferill 527. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 667  —  527. mál.
Fyrirspurn


til matvælaráðherra um úthlutun tollkvóta á matvörum.

Frá Guðbrandi Einarssyni.


     1.      Hversu miklu magni tollkvóta á matvörum frá öðrum löndum var úthlutað til framleiðenda á sömu eða sambærilegum vörum á tímabilinu frá janúar 2017 til dagsins í dag?
     2.      Hvert var hlutfall nýtingar á þeim tollkvóta?


Skriflegt svar óskast.