Ferill 545. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 694  —  545. mál.
Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um ráðgefandi álit Alþjóðadómstólsins í Haag vegna hernáms Ísraels á landi Palestínu.

Frá René Biasone.


    Hvaða forsendur lágu að baki ákvörðun Íslands um að samþykkja ekki ályktun þess efnis að óska eftir ráðgefandi áliti Alþjóðadómstólsins í Haag vegna hernáms Ísraels á landi Palestínu eins og meiri hluti aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna gerði?


Skriflegt svar óskast.