Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 702  —  1. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2023.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (BjG, HarB, SVS, ÞórP, BHar, VilÁ).


     1.      Við 6. gr. Nýir liðir:
             2.40    Að selja eða leigja Öldugötu 23, Reykjavík.
             2.41    Að selja eða leigja Skriðuvelli 11, Skaftárhreppi.
     2.      Við 6. gr. Nýir liðir:
             5.16.    Að koma á fót fasteignaþróunarfélagi og færa þar inn þróunareignir í eigu ríkisins sem stendur ekki til að nota undir starfsemi á vegum ríkisins.
             5.17    Að selja eða ráðstafa með öðrum hætti eignarhlut ríkisins í Eignarhaldsfélagi Suðurnesja.
     3.      Við 6. gr. Nýir liðir:
             7.23    Að veita stofnframlag í Nýsköpunarsjóð Atlantshafsbandalagsins fyrir hönd Íslands fyrir allt að 360 m.kr.
             7.24    Að veita bakábyrgð vegna þátttöku Íslands í InvestEU fyrir allt að 2,6 ma.kr.
             7.25    Að auka við hlut Íslands í Þróunarbanka Evrópuráðsins í samræmi við ákvörðun stjórnar bankans fyrir allt að 7,9 milljónir evra. Þar af verði inngreitt hlutafé um 2,2 milljónir evra, eða sem nemur um 80 m.kr. á ári í fjögur ár.
             7.26    Að færa eignir og fjárfestingarheimildir sem hafa verið nýttar milli málaflokka á þann fjárlagalið sem til stendur að hagnýta eða varðveita tiltekna eign. Sé um að ræða flutning eigna milli A1-hluta í A2-hluta fjárlaga er heimilt að fella niður fjárveitingu og umbreyta í lán til hlutaðeigandi umsýsluaðila.