Ferill 549. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 718  —  549. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um starfandi lögreglumenn.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Hver er heildarfjöldi starfandi lögreglumanna á landinu?
     2.      Hvert er hlutfall menntaðra og ómenntaðra lögreglumanna?
     3.      Hver hefur þróun fjölda starfandi lögreglumanna verið frá 2008 til 2022?
     4.      Hefur þróun fjölda lögreglumanna haldist í hendur við fólksfjölgun í landinu og fjölgun ferðamanna á sama árabili?
     5.      Liggur fyrir þarfagreining um æskilegan fjölda lögreglumanna á landinu í heild og skipt eftir landshlutum?
     6.      Hefur farið fram mat á mannaflaþörf í tengslum við rannsókn mála sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi?
     7.      Hefur stytting vinnuvikunnar haft áhrif á lögregluna í landinu hvað varðar þörf fyrir fjölda starfandi lögreglumanna sem og á kostnað?
     8.      Hver er fjöldi starfandi lögreglumanna á Íslandi á hverja 100.000 íbúa í evrópskum samanburði?
     9.      Hverjar hafa óskir lögreglustjóra á landinu verið til stjórnvalda um aukinn mannafla á áðurnefndu tímabili? Hefur þessum óskum um aukinn mannafla verið mætt af hálfu dómsmálaráðherra, og þá hvernig?


Skriflegt svar óskast.