Ferill 554. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 736  —  554. mál.
Fyrirspurn


til matvælaráðherra um greiðslumark sauðfjárbænda.

Frá Ingibjörgu Isaksen.


     1.      Hyggst ráðherra trappa niður greiðslumark til sauðfjárbænda fyrir endurskoðun samninga við þá? Ef svo er, hver eru helstu rökin fyrir því að það verði gert þegar stutt er í endurskoðun samninga?
     2.      Getur framkvæmdanefnd búvörusamninga komið til móts við ofangreinda niðurtröppun með vísun í 2. mgr. 7. gr. reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt nr. 144/2022?